Um námskeiðin

Um námskeiðin

Haustsmiðja yngri

11.-15.ágúst 4000 kr


8.30-11.30 - Yngri hópur (Árg.2005-2008)





Um námskeiðið:
Gagn og gaman fyrir yngri hóp. Lærum í gegnum leiki, förum í fjöruferðir og gönguferðir, lærum að þekkja blómin, tínum þau og pressum, málum og mótum, gerum vinabönd, puttaprjón og fleira skemmtilegt.

Gott er að börnin komi með nesti fyrir nestistíma og einnig ávöxt/grænmeti fyrir ávaxtastund ef þau vilja. Dagurinn hjá yngri hóp hefst alltaf með lestri á skemmtilegri bók sem valin er í sameiningu. Á öllum námskeiðum er áhersla á útiveru og reynt verður að vinna sem mest úti eins og veður og eðli verkefna leyfa.
Á ævintýranámskeiði

Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Fylla þarf út þartilgerð eyðublöð sem bæði má nálgast á vefnum: http://grundarfjordur.is/Files/Skra_0067056.pdf og einnig á skrifstofunni. Athugið að skráning á námskeið þarf að fara fram fyrir kl.12:00 á föstudegi, eigi barn að byrja á námskeiði á mánudegi. Allar skráningar verða að fara í gegnum skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fylla út allar upplýsingar sem beðið er um á skráningareyðublaðinu.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við Ólöfu Rut í síma 847-8750


Dagsskipulag:

Yngri hópur


8:30-9:00
 Lestrarstund
9:00-9:10
 Ávaxtastund
9:10-10:00
 Sköpun - verkefnavinna
10:00-10:20
 Nestistími
10:20-11:10
 Sköpun - verkefnavinna
11:10-11:30
Útivera

No comments:

Post a Comment